Chelsea keypti Enzo Fernandez frá Benfica á 107 milljónir punda og alls eyddu ensku úrvalsdeildarfélögin 815 milljónum punda í janúarglugganum. Yfirburðir enskra úrvalsdeildarfélaga þegar kemur að fjármagni sést vel í því að 79% af eyðslu félaga í fimms stærstu deildum Evrópu voru frá Englandi.
Hér má sjá 20 dýrustu leikmennina sem keyptir voru í ensku úrvalsdeildina í janúarglugganum.
Benoit Badiashile, til Chelsea frá Mónakó: 33 m punda - Franski varnarmaðurinn gerði sjö ára samning á Stamford Bridge.
Georginio Rutter, til Leeds frá Hoffenheim: 32 m punda - Leeds sló félagsmet til að kaupa franska sóknarmanninn unga, sem skoraði ellefu mörk í þýsku Bundesligunni.
Noni Madueke, til Chelsea frá PSV: 31 m punda - Spennandi vængmaður sem var í yngri liðum Palace og Spurs.
Dango Ouattara, til Bournemouth frá Lorient: 20 m punda - Ungur vængmaður sem hefur skorað og skapað í frönsku deildinni.
Jakub Kiwior, til Arsenal frá Spezia: 18 m punda - 22 ára pólskur landsliðsmiðvörður sem eykur breiddina hjá Arsenal varnarlega.
Danilo, til Nottingham Forest frá Palmeiras: 16 m punda - 21 árs miðjumaður sem hefur lyft bikurum í Brasilíu.
Paul Onuachu, til Southampton frá Genk: 16 m punda - Stór og stæðilegur sóknarmaður sem hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum fyrir belgíska liðið á þessu tímabili.
Athugasemdir