Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. febrúar 2023 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG áfrýjaði út af fáránlegum mistökum Chelsea - Gekk ekki upp
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech verður áfram leikmaður Chelsea út þessa leiktíð. Það er alveg ljóst en leikmaðurinn var nánast kominn til Paris Saint-Germain.

Það var allt klárt, en Chelsea gerði þá fáránleg mistök í pappírsvinnu sinni. Lundúnafélagið sendi einu sinni kolvitlaus skjöl til staðfestingar og í kjölfarið sendi Chelsea tvisvar réttu skjölin en það var þá ekki búið að skrifa undir þau.

PSG féll á tíma út af þessum mistökum, en áfrýjaði í kjölfarið til franska fótboltasambandsins í gærkvöldi til að reyna að koma skiptunum í gegn. Þeirri áfrýjun var hafnað í morgun.

Samkvæmt heimildum BBC þá hafði Ziyech beint samband við Todd Boehly, eiganda Chelsea, til að leysa málin en það tókst ekki. Leikmaðurinn var staddur í París en þarf núna að snúa aftur til London.

Ziyech fær líklega lítið sem ekkert að spila út þessa leiktíð þar sem Chelsea er búið að bæta mörgum leikmönnum við í hans stöðu.
Athugasemdir
banner
banner