Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fim 01. febrúar 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar riftir við Örebro (Staðfest)
Mynd: Instagram
Axel Óskar Andrésson hefur rift samningi sínum við sænska félagið Örebro. Félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Axel var leikmaður félagsins í tvö tímabil, kom frá Riga í Lettlandi árið 2022 og var samningsbundinn út komandi tímabil.

Axel sagði frá því í vetur að hugur hans stefndi á stærri deild, stað þar sem hann gæti verið nær því að vera valinn í landsliðið ef hann spilaði vel.

Axel lék 53 keppnisleiki með Örebro og skoraði þrjú mörk.

„Tími minn í Örebro hefur verið bæði upp og niður. Ég kom hingað með það að markmiði að koma okkur aftur í Allsvenskan og mér mistókst að ná því markmiði. En á sama tíma hefur þetta verið frábær tími í lífi mínu og ég hef notið mín mjög vel hér."

„Ég mun alltaf bera með mér tilfinningar mínar til félagsins og hópsins. Stuðningurinn sem við höfum fengið hefur verið með því besta sem ég hef upplifað og ég mun sakna þess að fagna sigrum með stuðningsmönnum okkar. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með og hvetja ÖSK og hlakka til þess dags sem félagið kemst aftur í Allsvenskan,"
sagði Axel í kveðju sinni til stuðningsmanna.

Axel er 26 ára og á að baki tvo A-landsleiki.
Útvarpsþátturinn - Góðir gestir á aðventunni
Athugasemdir
banner
banner