Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. mars 2020 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Þetta er viðkvæmur tímapunktur fyrir okkur
Stuðningsmenn Real Madrid horfðu á sína menn tapa 1-2 gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stuðningsmenn Real Madrid horfðu á sína menn tapa 1-2 gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Real Madrid tekur á móti Barcelona í El Clasico toppslag í kvöld. Zinedine Zidane, þjálfari Real, viðurkennir að gengi liðsins hefur ekki verið ákjósanlegt undanfarnar vikur og gerir tilkall til stuðningsmanna fyrir leik kvöldsins.

Real Madrid er búið að tapa síðustu tveimur leikjum sínum í röð, gegn Manchester City og Levante, en þar áður gerði liðið jafntefli við Celta Vigo og var slegið úr spænska bikarnum af Real Sociedad.

Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir toppliði Barca.

„Þetta er viðkvæmur tímapunktur fyrir okkur. Við erum ekki búnir að vinna heimaleik í síðustu þremur tilraunum og erum í hættu á að detta úr Evrópu," sagði Zidane.

„Eina leiðin til að bjarga málunum er að halda í sjálfstraustið og ekki hlusta á það sem fólk segir um okkur. Það er mikilvægt að stuðningsmenn standi við bakið á okkur frá fyrstu til síðustu mínútu,
við þurfum á ykkur að halda nú meira en nokkurn tímann áður.

„Ég skil að stuðningsmenn séu reiðir en staðreyndin er sú að við þurfum þá og þeir þurfa okkur. Við munum leggja okkur alla fram á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner