Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu glæsilegt fyrsta mark Dorgu fyrir Man Utd
Dorgu fagnar markinu
Dorgu fagnar markinu
Mynd: EPA
Danski landsliðsmaðurinn Patrick Dorgu var að koma Manchester United í 1-0 gegn Newcastle United á Old Trafford, en þetta var fyrsta deildarmark hans fyrir félagið.

Dorgu hafði skorað með Man Utd gegn Bournemouth í sumarseríu deildarinnar á undirbúningstímabilinu, en aldrei gert keppnismark frá því hann kom frá Lecce í byrjun ársins.

Hann skoraði fyrsta mark sitt í kvöld með stórglæsilegu skoti eftir innkast Diogo Dalot.

Innkastið var skallað út í teiginn og mætti Dorgu á ferðinni og þrumaði boltanum neðst í vinstra hornið með viðstöðulausu skoti á lofti.

Alvöru fyrsta mark hjá Dorgu en það má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Dorgu
Athugasemdir
banner
banner