Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hættir hjá Atalanta til að taka við starfi í Sádi-Arabíu
Lee Congerton (t.v.) er að semja í Sádi-Arabíu
Lee Congerton (t.v.) er að semja í Sádi-Arabíu
Mynd: Atalanta
Englendingurinn Lee Congerton er að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Al-Ahli í Sádi-Arabíu en hann kemur til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.

Congerton er með öfluga ferilskrá. Hann var hluti af þjálfaraliði Liverpool frá 2002 til 2005 áður en hann hélt til Chelsea.

Þar þjálfaði hann unglingaliðið og var síðan gerður að tæknilegum ráðgjafa undir stjórn Frank Arnesen, sem var þá yfirmaður fótboltamála.

Congerton og Arnesen fundu unga leikmenn á borð við Daniel Sturridge, Fabio Borini, Gael Kakuta, Scott Sinclair, Jeffrey Bruma og Ryan Bertrand.

Hann fylgdi síðan Arnesen til Hamburger SV í Þýskalandi og hefur einnig starfað hjá WBA, Sunderland, Leicester og Celtic, en nú síðast var hann að yfir leikmannamálum hjá Atalanta.

Englendingurinn hefur nú ákveðið að elta peninginn til Sádi-Arabíu en hann mun á næstu dögum skrifa undir hjá Al-Ahli, einu af fjórum ríkisreknu félögum Sádi-Arabíu.

Áhugavert skref hjá Congerton, sem mun nú sjá um öll fótboltamál sádi-arabíska félagsins.
Athugasemdir
banner