Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. apríl 2021 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe Lacasse valin í landslið Kanada
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse hefur verið valin í kanadíska landsliðið í fyrsta sinn. Hún er í landsliðshópnum fyrir landsleiki gegn Englandi og Wales, en það eru undirbúningsleikir fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.

Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019 áður en hún gekk til liðs við Benfica í Portúgal.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu. Hún mun hins vegar ekki fá hana þar sem hún náði ekki að uppfylla kröfur FIFA um dvalartíma á Íslandi.

Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir hönd nýs lands en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Portúgals.

Hún hefur staðið sig gríðarlega vel með Benfica, sem er eitt sterkasta liðið í Portúgal, og fær núna tækifæri til að láta ljós sitt skína með landsliði Kanada - því miður ekki með landsliði Ísland. Kanada er í áttunda sæti á heimslista FIFA á meðan Ísland situr í 16. sæti listans.


Athugasemdir
banner
banner
banner