Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 15:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Jesus með tvö fyrir Arsenal - Hodgson með sigur
Lítur vel út fyrir Mikel Arteta, Gabriel Jesus og félaga
Lítur vel út fyrir Mikel Arteta, Gabriel Jesus og félaga
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal heldur átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann góðan sigur á Leeds United í dag.

Leeds byrjaði leikinn sterkt en það var Gabriel Jesus sem kom Arsenal í forystu með marki úr vítaspyrnu en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið í hálft ár.

Það var eina markið í fyrri hálfleik en næsta mark kom úr óvæntri átt. Það var Ben White sem skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks. Gabriel Jesus bætti svo við sínu öðru marki og þriðja marki Arsenal stuttu síðar.

Lundúnarliðið virtist vera að gera út um leikinn en Leedsarar gáfust ekki upp og Rasmus Kristensen minnkaði muninn. Það var hins vegar Granit Xhaka sem gulltryggði Arsenal stigin þrjú undir lok leiksins.

Það var gríðarlegt fjör á Amex vellinum þar sem Brighton og Brentford skyldu jöfn. Staðan var 2-2 í hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna en Ethan Pinnock virtist vera tryggja Brentford sigurinn þegar Brighton fékk vítaspyrnu á lokamínútunum og Alexis Mac Allister tryggði Brighton stig með marki úr vítaspyrnunni.

Roy Hodgson nældi í sigur í sínum fyrsta leik með Crystal Palace en Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Bournemouth vann Fulham, Nottingham Forest og Wolves gerðu jafntefli.

Bournemouth 2 - 1 Fulham
0-1 Andreas Pereira ('16 )
1-1 Marcus Tavernier ('50 )
2-1 Dominic Solanke ('79 )

Arsenal 4 - 1 Leeds
1-0 Gabriel Jesus ('35 , víti)
2-0 Ben White ('47 )
3-0 Gabriel Jesus ('55 )
3-1 Rasmus Kristensen ('76 )
4-1 Granit Xhaka ('84 )

Brighton 3 - 3 Brentford
0-1 Pontus Jansson ('10 )
1-1 Kaoru Mitoma ('21 )
1-2 Ivan Toney ('22 )
2-2 Danny Welbeck ('28 )
2-3 Ethan Pinnock ('49 )
3-3 Alexis MacAllister ('90 , víti)

Crystal Palace 2 - 1 Leicester City
0-1 Ricardo Pereira ('56 )
1-1 Daniel Iversen ('59 , sjálfsmark)
2-1 Jean-Philippe Mateta ('90 )

Nott. Forest 1 - 1 Wolves
1-0 Brennan Johnson ('38 )
1-1 Daniel Podence ('83 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner