Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 01. apríl 2024 14:19
Elvar Geir Magnússon
Moyes: Phillips þarf stuðning og aðstoð
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips hefur átt erfiða tíma. Hann fékk ekkert að spila hjá Manchester City og var lánaður til West Ham þar sem hann hefur ekki fundið sig og var einnig settur á bekkinn.

Hann missti sæti sitt í enska landsliðshópnum og eftir að hafa gert afdrifarík mistök eftir að hafa komið inn af bekknum gegn Newcastle fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum West Ham þegar hann gekk í liðsrútuna.

Það náðist á myndbandsupptöku þegar hann var sagður gagnslaus og hann svaraði með því að sýna miðfingurinn.

David Moyes stjóri West Ham var spurður út í atvikið á fréttamannafundi í dag.

„". Það ætlum við að færa honum. Við þurfum á því að halda að okkar stuðningsfólk gefi leikmönnum þann stuðning sem þeir þurfa. Kalvin er mjög góður leikmaður og ég trúi því að við getum enn náð einhverju út úr þeim tíma sem við höfum hann hérna," svaraði Moyes.

West Ham mætir Tottenham í Lundúnaslag annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner