Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 31. mars 2024 11:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Phillips gaf stuðningsmönnum West Ham fingurinn

Kalvin Phillips miðjumaður West Ham hefur vægast sagt átt erfitt uppdráttar hjá félaginu síðan hann gekk til liðs við það frá Man City í janúar á láni.


Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum en hann fékk m.a. að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Nottingham Forest um miðjan febrúar.

Hann byrjaði á bekknum í gær þegar West Ham heimsótti Newcastle. West Ham var með 3-1 forystu þegar Phillips kom inn á sem varamaður en hann gaf vítaspyrnu stuttu síðar. Alexander Isak skoraði úr henni og Harvey Barnes fylgdi því eftir með tveimur mörkum og tryggði Newcastle sigurinn.

Á leiðinni í liðsrútuna eftir leikinn mættu stuðningsmenn West Ham og öskruðu á miðjumanninn og sögðu hann m.a. gagnslausan. Phillips tók ekki vel í það og þegar hann steig inn í rútuna gaf hann stuðningsmönnunum fingurinn.


Athugasemdir
banner