Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 01. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Valdimar Ingimundarson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson.
Ari Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Ingimundarson lék sina fyrstu mótsleiki með Fylki sumarið 2016 þegar Fylkir féll úr efstu deild. Sumarið 2017 var Valdi kominn í stærra hlutverk og fór Fylkir upp úr næstefstu deild.

Valdi lék svo fimmtán leiki sumarið 2018 og í fyrra var hann í algjöru lykilhlutverki og skorai sex mörk í 21 leik. Valdi hefur leikið fjóra U21 árs landsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Valdimar Þór Ingimundarson

Gælunafn: Valdi

Aldur: Nýorðinn 21 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 en fyrsta mótsleik 2016

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Blackbox

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Hyundai i20

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can og Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Brjánn Breki

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hockey pulver, hlaup og brjóstsykur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Það er bara geggjað, kotasælan er vanmetin mjög prótein rík og góð" - Óli Skúla

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjölni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Árnason

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Tómas Ingi Tómasson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ari Leifsson var vel þreyttur á æfingasvæðinu

Sætasti sigurinn: Þegar stórvinur minn Arnar Jónsson kláraði KR á Shellmótinu 2009

Mestu vonbrigðin: Tapa bikarúrslitum á miðárinu í 2. flokki

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Emil Ásmunds aftur heim

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Þórður Ingi Ingimundarson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jón Kristján Ólafsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margrét Eva

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Wayne Rooney

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Frændurnir Kolbeinn Birgir og seðlabankastjórinn Ásgeir Eyþórsson deildu allavega þessum titli saman í fyrrasumar

Uppáhalds staður á Íslandi: Lautin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hendi vekjaranum á

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Yes körfunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma Future

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Ekki hugmynd

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ara Leifsson, Finn Tómas og Hödda löpp, væri helvíti mikið vesen á þeim og veisla fyrir mig að fylgjast með því

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er bara með eitt nýra

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Helgi Valur, þvílíkur Kóngur

Hverju laugstu síðast: Er lítið í því að ljúga

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Taktík daginn fyrir leik ef ég er á bekknum

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna hálf átta og hendi mér í vinnuna og vinn baki brotnu til kl 10. Tek síðan hlaupaæfingu í hádeginu og geri svo bara eitthvað sem mér dettur í hug restina af deginum
Athugasemdir
banner
banner
banner