Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   fim 01. júní 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ekki hægt að útskýra samband okkar við þessa keppni"
Mynd: EPA

Sevilla varð í gær Evrópudeildarmeistari í sjöunda sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni á Puskas Arena í Ungverjalandi.


Argentínumaðurinn Lucas Ocampos vann keppnina í annað sinn með Sevilla 

„Það var Sevilla stíll á þessum leik. Við verðum að þjást til að vinna, þetta er ekki auðvelt. Það er ekki hægt að útskýra sambandið sem við eigum við þessa keppni," sagði Ocampos eftir leikinn.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Gianluca Mancini skoraði sjálfsmark fyrir Roma. Landi Ocampos, hann Gonzalo Muriel skoraði úr vítaspyrnunni sem gulltryggði sigurinn. Rétt eins og hann gerði á HM þegar Argentína varð heimsmeistari.


Athugasemdir
banner
banner
banner