Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   fim 01. júní 2023 08:40
Elvar Geir Magnússon
Milos á leið til Al Wasl í Dúbaí og fær vel greitt
Mynd: Raggi Óla
Aftonbladet í Svíþjóð segir að Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, sé að taka við Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sagt er að hann muni fá um 388 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá félaginu.

Milos náði frábærum árangri með Rauðu stjörnuna á nýliðnu tímabili. Lið hans vann serbnesku deildina með yfirburðum og vann einnig bikarinn. Þrátt fyrir það fékk hann ekki áframhaldandi samning og félagið ákvað ráða annan í það að stýra liðinu í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Milos er bæði með íslenskt og serbneskt ríkisfang en í Svíþjóð hefur hann stýrt Hammarby og Malmö.

Al Wasl endaði í fimmta sæti í deildinni í Furstadæmunum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner