City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 01. júlí 2025 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfossi
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Lengjudeildin
Jón Daði er mættur heim.
Jón Daði er mættur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er allt að síast inn, maður er alveg í skýjunum með þetta og þvílíkt fagnaðarefni fyrir félagið og samfélagið í heild að fá svona leikmann aftur inn í Selfoss," segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs Selfoss, við Fótbolta.net í dag. Dagurinn í dag var merkilegur á Selfossi, Jón Daði Böðvarsson var að snúa aftur heim eftir 13 ár í atvinnumennsku.

Er ekki bara rétt að Jón Daði komi heim?

„Ég horfi á það þannig að það að koma hingað til okkar og taka þátt í verkefninu sem við erum að vinna að, að það sé ákvörðun sem muni verða honum til heilla þegar hann lítur til baka yfir ferilinn. Ég er virkilega ánægður með þessa ákvörðun hans."

Guðjón gerir þær væntingar að Jón Daði smiti jákvætt af sér inn í liðið og félagið í heild sinni. „Hjálpi okkur áfram að byggja upp félagið, hafa jákvæð áhrif inn á vellinum og skila nokkrum stigum til að tryggja veru okkar í þessari deild."

„Jón Daði gerir einn og sér heilan helling, hjálpar ímynd félagsins, smitar til yngri iðkennda, eykur áhuga stuðningsmanna og velvild styrktaraðila. Hann hjálpar okkur til í starfinu yfir höfuð."

„Við horfum á þetta þannig að þetta sé mjög jákvæð innspýting inn í liðið og það verðuga verkefni sem við eigum fyrir höndum. En það liggur alveg ljóst fyrir að hann einn og sér mun ekki sigra það verkefni, heldur þarf öll heildin að vera með. Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það."

„Það er risastórt að hann sé kominn heim, það er bara eins og geimskot. Þetta eru, að við teljum, okkar stærstu félagaskipti í sögu félagsins. Við vildum gera þetta með glæsibrag,"
sagði Guðjón Bjarni fyrir utan MAR Seafood í miðbæ Selfoss.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner
banner