Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 01. ágúst 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurinn mikill fyrir Martinez eftir tíu erfið ár
Markvörðurinn Emiliano Martinez hefur komið sterkur inn í lið Arsenal eftir að Bernd Leno meiddist.

Martinez stóð vaktina í bikarúrslitunum á Wembley í dag og hjálpaði sínum mönnum að vinna 2-1 sigur á Chelsea. Arsenal var að vinna sinn 14. bikarmeistaratitil.

Leið Martinez í byrjunarlið Arsenal hefur ekki verið greið. Langt því frá. Hann kom til félagsins fyrir tíu árum síðan og hefur sex sinnum verið lánaður burt.

Leiðin hefur ekki verið greið, en í dag varði hann mark liðsins í úrslitaleik á Wembley og átti hann erfitt með að hemja tilfinngarnar eftir leik.

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við hann eftir leikinn í dag.
Emi Martinez emotional during interview from r/soccer



Athugasemdir
banner
banner