Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þegar Bayer Leverkusen lagði pólska liðið Czarni Sosnowiec í æfingaleik í gærkvöldi.
Karólína spilaði seinni hálfleikinn en staðan var 2-0 í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta til sín taka því strax í upphafi síðari hálfleik skoraði hún þriðja mark liðsins þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Leiknum lauk með 5-1 sigri Leverkusen.
Næsti leikur liðsins er gegn Anderlecht þann 11. ágúst en fyrsti leikur Leverkusen í þýsku deildinni verður 31. ágúst þeegar liðið heimsækir Freiburg.
Athugasemdir