Selfoss vann frábæran sigur á Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Liðið er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigurinn. Fótbolti.net ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 1 Víkingur Ó.
„Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við vera með leikinn á kafla í fyrri hálfleik og náðum tveimur fínum mörkum og ógnum þeim ágætlega. Í seinni hálfleik fannst mér við byrja vel en gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark, það fíraði svolítið upp í þeim en við stóðumst pressuna," sagði Bjarni.
Víkingur kom boltanum í netið í stöðunni 2-1 en rangstaða var dæmd.
„Mér fannst flaggið vera löngu komið á loft en maður er ekki í neinni aðstöðu til að sjá þetta, hvorki við á bekknum né þeir. Það er alltaf djöfullegt í svona jöfnum leik að mark sé dæmt af mönnum."
Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið er á góðri leið með að komast upp í Lengjudeildina á ný.
„Við höfum haldið sjó ágætlega og gengið vel á útivelli. Við vinnum ekki stóra sigra að undanskildu einu skipti en heilt yfir hefur okkur tekist að búa til ágætis lið," sagði Bjarni.
„Við verðum að verja þetta. Við erum með gott forskot núna og það bíður okkur ekkert annað en að verja þetta forskot. Við reynum að vanda okkur það sem eftir er. Nú er strákahelgi framundan, við vonum að menn komi heilir úr henni."
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 20 | 15 | 2 | 3 | 46 - 24 | +22 | 47 |
2. Völsungur | 20 | 12 | 3 | 5 | 40 - 24 | +16 | 39 |
3. Þróttur V. | 20 | 12 | 2 | 6 | 53 - 31 | +22 | 38 |
4. Víkingur Ó. | 20 | 11 | 5 | 4 | 45 - 27 | +18 | 38 |
5. KFA | 20 | 10 | 2 | 8 | 46 - 37 | +9 | 32 |
6. Haukar | 20 | 8 | 3 | 9 | 35 - 38 | -3 | 27 |
7. Höttur/Huginn | 20 | 8 | 3 | 9 | 37 - 45 | -8 | 27 |
8. Ægir | 20 | 6 | 5 | 9 | 25 - 31 | -6 | 23 |
9. KFG | 20 | 5 | 5 | 10 | 35 - 39 | -4 | 20 |
10. Kormákur/Hvöt | 20 | 5 | 4 | 11 | 17 - 36 | -19 | 19 |
11. KF | 20 | 5 | 3 | 12 | 23 - 42 | -19 | 18 |
12. Reynir S. | 20 | 3 | 3 | 14 | 24 - 52 | -28 | 12 |