Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
   fim 01. ágúst 2024 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss vann frábæran sigur á Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Liðið er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigurinn. Fótbolti.net ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við vera með leikinn á kafla í fyrri hálfleik og náðum tveimur fínum mörkum og ógnum þeim ágætlega. Í seinni hálfleik fannst mér við byrja vel en gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark, það fíraði svolítið upp í þeim en við stóðumst pressuna," sagði Bjarni.

Víkingur kom boltanum í netið í stöðunni 2-1 en rangstaða var dæmd.

„Mér fannst flaggið vera löngu komið á loft en maður er ekki í neinni aðstöðu til að sjá þetta, hvorki við á bekknum né þeir. Það er alltaf djöfullegt í svona jöfnum leik að mark sé dæmt af mönnum."

Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið er á góðri leið með að komast upp í Lengjudeildina á ný.

„Við höfum haldið sjó ágætlega og gengið vel á útivelli. Við vinnum ekki stóra sigra að undanskildu einu skipti en heilt yfir hefur okkur tekist að búa til ágætis lið," sagði Bjarni.

„Við verðum að verja þetta. Við erum með gott forskot núna og það bíður okkur ekkert annað en að verja þetta forskot. Við reynum að vanda okkur það sem eftir er. Nú er strákahelgi framundan, við vonum að menn komi heilir úr henni."


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 21 16 2 3 49 - 25 +24 50
2.    Völsungur 21 12 4 5 42 - 26 +16 40
3.    Þróttur V. 21 12 3 6 55 - 33 +22 39
4.    Víkingur Ó. 21 11 6 4 47 - 29 +18 39
5.    KFA 21 11 2 8 49 - 38 +11 35
6.    Haukar 21 9 3 9 40 - 39 +1 30
7.    Höttur/Huginn 21 8 3 10 38 - 48 -10 27
8.    Ægir 21 6 6 9 27 - 33 -6 24
9.    KFG 21 5 5 11 36 - 42 -6 20
10.    Kormákur/Hvöt 21 5 4 12 18 - 39 -21 19
11.    KF 21 5 3 13 24 - 47 -23 18
12.    Reynir S. 21 4 3 14 27 - 53 -26 15
Athugasemdir
banner
banner