Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   fim 01. ágúst 2024 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss vann frábæran sigur á Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Liðið er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigurinn. Fótbolti.net ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við vera með leikinn á kafla í fyrri hálfleik og náðum tveimur fínum mörkum og ógnum þeim ágætlega. Í seinni hálfleik fannst mér við byrja vel en gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark, það fíraði svolítið upp í þeim en við stóðumst pressuna," sagði Bjarni.

Víkingur kom boltanum í netið í stöðunni 2-1 en rangstaða var dæmd.

„Mér fannst flaggið vera löngu komið á loft en maður er ekki í neinni aðstöðu til að sjá þetta, hvorki við á bekknum né þeir. Það er alltaf djöfullegt í svona jöfnum leik að mark sé dæmt af mönnum."

Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið er á góðri leið með að komast upp í Lengjudeildina á ný.

„Við höfum haldið sjó ágætlega og gengið vel á útivelli. Við vinnum ekki stóra sigra að undanskildu einu skipti en heilt yfir hefur okkur tekist að búa til ágætis lið," sagði Bjarni.

„Við verðum að verja þetta. Við erum með gott forskot núna og það bíður okkur ekkert annað en að verja þetta forskot. Við reynum að vanda okkur það sem eftir er. Nú er strákahelgi framundan, við vonum að menn komi heilir úr henni."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner