Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. september 2021 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Þór: Kæmi ekki á óvart ef Jói Berg verður fyrirliði
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa það upp á fréttamannafundi í gær hver yrði fyrirliði landsliðsins í leikjunum þremur í undankeppni HM í þessum mánuði.

Aron Einar Gunnarsson er ekki með í verkefninu og ekki Gylfi Þór Sigurðsson heldur.

„Ég er ekki búinn að láta leikmanninn vita," sagði Arnar þá.

Hann er örugglega búinn að láta leikmanninn vita núna og verður það væntanlega gefið upp á blaðamannafundi á eftir.

Einn af þeim sem hlýtur að koma til greina er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, á Englandi.

Það var farið yfir síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni í hlaðvarpinu Enski boltinn hér á Fótbolta.net fyrr í þessari viku. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Ágúst Reynir Þorsteninsson, eigandi Bombay Bazaar, voru gestir í þættinum. Þeir voru spurðir að því hvort Jóhann Berg yrði mögulega fyrirliði í þessum leikjum.

„Ég held að það sé ekki spurning," sagði Ágúst. „Ef við ætlum að ná einhverjum árangri í þessum leikjum sem framundan eru, þá er hann lykillinn að því. Eina sem maður óttast alltaf með hann er meiðslasagan hans."

„Ég er sammála því. Án þess að fara að skipta mér af því hver verður fyrirliði, þá kæmi það alls ekki á óvart. Hann er búinn að gera rosalega vel. Þetta Burnley lið líka. Þeir eru ótrúlega seigir," sagði Guðlaugur.

Allan þáttinn má hlusta á hér að neðan.
Enski boltinn - Utanríkisráðherra í fótboltaspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner