Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milan á að hafa neitað risatilboði Chelsea í Leao
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Duncan Castles segir frá því að Chelsea hefði boðið 69 milljónir punda í Rafael Leao hjá AC Milan.

Milan neitaði tilboðinu, félagið vill ekki missa leikmanninn og bendir á að Leao sé með riftunarákvæði og sé frjálst að fara ef félag býður 129 milljónir punda í leikmanninn.

Chelsea reyndi að bjóða leikmenn með ofan á kaupverðið en Milan hafði ekki áhuga.

Leao er 23 ára gamall Portúgali sem kom til AC Milan árið 2019. Hann getur bæði spilað sem fremsti maður og á kantinum. Þegar Milan varð ítalskur meistari á síðasta tímabli skoraði hann ellefu mörk í 34 leikjum.

Chelsea hefur verið í leit að sóknarmanni í sumar. Félagið er að fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner