Denis Zakaria verður kynntur sem nýr leikmaður Chelsea í kvöld eða fyrramálið en félagið verður að skrá félagsskiptin í kvöld.
Zakaria er fenginn til að bæta auka leikmanni við miðjuna hjá Chelsea og kemur hann á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika.
Ekki var lengur pláss fyrir Zakaria og Arthur í leikmannahópi Juventus og eru þeir því á leið í tvö af stærstu liðum enska boltans.
Zakaria er búinn í læknisskoðun hjá Chelsea en ólíklegt er að hann verði klár í slaginn um helgina þegar liðið tekur á móti West Ham United.
Zakaria er landsliðsmaður Sviss og lék fyrir Borussia Mönchengladbach áður en hann fór til Juve.
Here’s Denis Zakaria on his first night as Chelsea player, right after medical tests completed in Turin. He will sign the contract in the next minutes. 🚨🔵 #CFC #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
…here we go confirmed!@romeoagresti 🎥 pic.twitter.com/cn73Ck1ls0