Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 01. september 2022 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Zakaria búinn í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: EPA

Denis Zakaria verður kynntur sem nýr leikmaður Chelsea í kvöld eða fyrramálið en félagið verður að skrá félagsskiptin í kvöld.


Zakaria er fenginn til að bæta auka leikmanni við miðjuna hjá Chelsea og kemur hann á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika.

Ekki var lengur pláss fyrir Zakaria og Arthur í leikmannahópi Juventus og eru þeir því á leið í tvö af stærstu liðum enska boltans.

Zakaria er búinn í læknisskoðun hjá Chelsea en ólíklegt er að hann verði klár í slaginn um helgina þegar liðið tekur á móti West Ham United.

Zakaria er landsliðsmaður Sviss og lék fyrir Borussia Mönchengladbach áður en hann fór til Juve.


Athugasemdir
banner
banner