„Það eru vonbrigði að við skyldum ekki hafa þrek og karakter til að klára þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-4 tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.
Lestu um leikinn: KR 4 - 3 Breiðablik
„Það eru 90 mínútur á klukkunni og við erum 3-2 yfir. Við náum ekki að klára þetta og það eru vonbrigði. Þetta hefur verið sagan í sumar. Ég veit ekki hvað það er, hvort það vanti hungur eða eitthvað. Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi, hann var mjög lélegur. Við eigum samt að vera með það reynslumikið lið og öflugt lið að við eigum að geta siglt svona leikjum heim."
„KR var með kraftinn, hungrið og með drifkraftinn. Okkur vantaði það því miður. Þá er þetta bara svona."
Um mörkin sem komu í uppbótartímanum, þá sagði Óskar: „Það vantar bara hungur. Það vantar að menn taki ábyrgð og viljann til að klára þetta."
„Sigur hefði komið okkur í flotta stöðu en núna þurfum við að treysta á að Valsmenn vinni vinnuna fyrir okkur sem er óþolandi."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Óskar er meðal annars spurður út í sína eigin framtíð.
Athugasemdir