Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   sun 01. október 2023 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að við skyldum ekki hafa þrek og karakter til að klára þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-4 tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það eru 90 mínútur á klukkunni og við erum 3-2 yfir. Við náum ekki að klára þetta og það eru vonbrigði. Þetta hefur verið sagan í sumar. Ég veit ekki hvað það er, hvort það vanti hungur eða eitthvað. Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi, hann var mjög lélegur. Við eigum samt að vera með það reynslumikið lið og öflugt lið að við eigum að geta siglt svona leikjum heim."

„KR var með kraftinn, hungrið og með drifkraftinn. Okkur vantaði það því miður. Þá er þetta bara svona."

Um mörkin sem komu í uppbótartímanum, þá sagði Óskar: „Það vantar bara hungur. Það vantar að menn taki ábyrgð og viljann til að klára þetta."

„Sigur hefði komið okkur í flotta stöðu en núna þurfum við að treysta á að Valsmenn vinni vinnuna fyrir okkur sem er óþolandi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Óskar er meðal annars spurður út í sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner