Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   sun 01. október 2023 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að við skyldum ekki hafa þrek og karakter til að klára þennan leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-4 tap gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

„Það eru 90 mínútur á klukkunni og við erum 3-2 yfir. Við náum ekki að klára þetta og það eru vonbrigði. Þetta hefur verið sagan í sumar. Ég veit ekki hvað það er, hvort það vanti hungur eða eitthvað. Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi, hann var mjög lélegur. Við eigum samt að vera með það reynslumikið lið og öflugt lið að við eigum að geta siglt svona leikjum heim."

„KR var með kraftinn, hungrið og með drifkraftinn. Okkur vantaði það því miður. Þá er þetta bara svona."

Um mörkin sem komu í uppbótartímanum, þá sagði Óskar: „Það vantar bara hungur. Það vantar að menn taki ábyrgð og viljann til að klára þetta."

„Sigur hefði komið okkur í flotta stöðu en núna þurfum við að treysta á að Valsmenn vinni vinnuna fyrir okkur sem er óþolandi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Óskar er meðal annars spurður út í sína eigin framtíð.
Athugasemdir
banner
banner