Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   þri 01. október 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hann er besti leikmaður deildarinnar
Palmer er bestur í deildinni að mati Carragher.
Palmer er bestur í deildinni að mati Carragher.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher telur að Cole Palmer sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Palmer skoraði fjögur mörk í 4-2 sigri Chelsea gegn Brighton um síðustu helgi.

Palmer heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili en þessi 22 ára leikmaður hefur verið nær óstöðvandi síðan Chelsea fékk hann frá Manchester City.

„Hann er besti leikmaður deildarinnar og var bestur á síðasta tímabili. Chelsea átti ekki sérstakt tímabil og ég endaði á að velja Phil Foden sem leikmann ársins en innst inni fannst mér Palmer vera bestur í deildinni," segir Carragher

„Síðast þegar ég horfði á leikmann sem mér fannst bestur í deildinni en var ekki í einu af bestu liðunum var það Gareth Bale hjá Tottenham. Mér fannst hann bestur í deildinni þó liðið hans væri bara að berjast um Meistaradeildarsæti."
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Athugasemdir
banner
banner
banner