Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   sun 29. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Skrifaði fyndin skilaboð á bolta Palmer
Mynd: Af netinu
Cole Palmer gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik í 4-2 sigri Chelsea á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær, en hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að ná því afreki.

Enginn leikmaður í deildinni hefur komið að fleiri mörkum en Palmer síðan hann gekk í raðir Chelsea á síðasta ári.

Englendingurinn er að njóta sín í Lundúnum og hélt áfram á sömu braut í gær.

Eftir leikinn fékk hann auðvitað að eiga boltann, en liðsfélagar hans árituðu hann allir.

Einn þeirra, Romeo Lavia, skrifaði fyndin skilaboð á boltann sem belgíski landsliðsmaðurinn birti síðan á samfélagsmiðlum.

„Þrátt fyrir þetta ertu samt bara miðlungs leikmaður,“ skrifaði Lavia.

Andinn í Chelsea-liðinu er greinilega góður. Liðið er að byrja frábærlega undir stjórn Enzo Maresca og situr liðið nú í 4. sæti með 13 stig, tveimur stigum frá toppliði Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner