Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 11:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Líkir Palmer við Bergkamp og Van Persie
Mynd: Getty Images

Cole Palmer fór hamförum í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-2 sigri á Brighton.


Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal, hrósaði Palmer í hástert í Match of the Day á BBC.

„Hann er með smá fínleika, eins og Bergkamp og Van Persie og ekki voru þeir slæmir. Hann er orðinn aðal maðurinn hjá Chelsea. Það er ekki hægt að henda honum út úr neinu liði, þá er ég að tala um landsliðið líka. Ef hann heldur svona áfram verður hann goðsögn í úrvalsdeildinni," sagði Walcott.

Palmer var sjálfur mjög stoltur af þessu hrósi.

„Ég veit að hann er goðsögn í úrvalsdeildinni en ég sá hann varla spila. Ég var of ungur en ég hef séð klippur af honum, hann var toppleikmaður svo takk fyrir Theo Walcott," sagði Palmer.


Athugasemdir
banner
banner
banner