Liverpool tekur á móti Bologna í Meistaradeildinni annað kvöld. Diogo Jota verður með Liverpool í leiknum þó hann hafi misst af æfingum í vikunni.
„Diogo missti af tveimur æfingum eftir leikinn gegn Wolves. Hann fékk högg. Ég býst við því að hann verði með okkur á morgun, hann verði klár í að spila," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.
„Diogo missti af tveimur æfingum eftir leikinn gegn Wolves. Hann fékk högg. Ég býst við því að hann verði með okkur á morgun, hann verði klár í að spila," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.
Federico Chiesa varð fyrir einhverjum meiðslum á æfingu í gær og verður ekki með.
„Ég býst við því að þetta sé bara eitthvað smávægilegt. Hann ætti ekki að vera lengi frá. Mögulega verður hann með á laugardaginn," segir Slot.
Stjórinn tjáði sig einnig um andstæðingana, ítalska liðið Bologna.
„Við vanmetum ekki ítalskt lið sem er í Meistaraeildinni. Þeir eru ekki þarna fyrir tilviljun. Liðið sýndi síðasta tímabil að það er virkilega erfitt að brjóta það á bak aftur."
Athugasemdir