Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 01. nóvember 2023 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason tekinn við Damaiense í Portúgal (Staðfest)
Þorlákur Árnason er kominn í portúgalska boltann.
Þorlákur Árnason er kominn í portúgalska boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense og mun stýra liðinu út tímabilið.

Þorlákur hætti með karlalið Þórs á Akureyri í lok tímabilsins. Hann hafði þjálfað liðið frá haustinu 2021 og undir hans stjórn hafnaði liðið í 7. sæti Lengjudeildarinnar bæði tímabilin 2022 og 2023.

Damaiense er í 3. sæti portúgölsku deildarinnar þegar fimm umferðir eru liðnar. Liðið hefur unnið fjóra leiki og tapað einum.

Þorlákur kom til Portúgals í síðustu viku og hóf þjálfun liðsins. Deildin er í fríi vegna landsleikja sem fara fram og liðið því í löngu fríi.

Fyrsti leikur Damaiense undir stjórn Þorláks verður stórslagur við topplið Benfica sem hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa og eru ríkjandi meistarar. Leikurinn fer fram 11. nóvember næstkomandi.

Damaiense endaði í 5. sæti af 12 liðum á síðasta tímabili eftir að hafa komið uppúr næst efstu deild tímabilið á undan.

Þorlákur þjálfaði kvennalið Stjörnunnar í nokkur ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2011 og 2013 og bikarmeisturum 2012.

Hann starfaði einnig við þjálfun yngri landsliða Íslands karla og kvenna hjá KSÍ þar sem hann komst í undanúrslit í EM U17 kvenna árið 2011. Hann var svo yfir akademíunni hjá Brommo Pojkarna í Svíþjóð en félagið er með stærsta unglingastarf í Evrópu með 247 lið og 3000 leikmenn. Hann varð svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Hong Kong í hálft þriðja ár eða þar til hann fór til Þórs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner