Það er ljóst að Rúben Amorim mun taka við Manchester United, Gerrard er undir pressu í Sádi-Arabíu og ungverskur bakvörður er orðaður við Liverpool. Þetta er meðal efnis í slúðurpakkanum.
Sporting Lissabon hefur náð samkomulagi um að leyfa Rúben Amorim um að taka við Manchester United í landsleikjaglugganum í þessum mánuði. (Telegraph)
United mun greiða bætur til að gera fjölda starfsmanna Amorim kleift að fylgja honum á Old Trafford. (ESPN)
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) og danski miðjumaðurinn Morten Hjulmand (25) eru óánægðir með ákvörðun Amorim að yfirgefa Sporting eftir að hafa sjálfir hafnað tilboðum um að yfirgefa félagið í sumar. (Ojogo)
En Gyökeres mun líklega fylgja Amorim til Manchester United ef hægt er að ná samkomulagi. (Football365)
Jamal Musiala (21) sóknarleikmaður Bayern München og Þýskalands segist vera ánægður hjá þýsku félaginu. Manchester City horfir löngunaraugum til hans. (Goal)
Manchester United gæti keppt við Liverpool um Rayan Ait-Nouri (23), vængbakvörð Wolves. (GiveMeSport)
Brentford mun krefjast þess að fá 60 milljónir punda fyrir kamerúnska framherjann Bryan Mbeumo (25) í janúarglugganum. Arsenal hefur áhuga á leikmanninum, (Football Insider)
Steven Gerrard stendur frammi fyrir því að vera rekinn úr starfi sínu sem stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu eftir lélegt gengi. (Sun)
Alþjóðlegur íþróttafjárfestingarhópur er sagður hafa gert tilboð í 45% hlut í Crystal Palace. (Mail)
Aston Villa er í viðræðum við enska sóknarleikmanninn Morgan Rogers (22) um nýjan samning. (Athletic)
Real Madrid er að íhuga að selja franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (24). Óánægja er með frammistöðu hans. (Relevo)
Real Madrid er tilbúið að borga 84 milljónir punda fyrir argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (23) hjá Chelsea eða bjóða enska félaginu að fá Tchouameni sem hluta af kaupsamningi. (Fichajes)
Barcelona er að fylgjast með stöðu Rafael Leao (25) hjá AC Milan með það fyrir augum að gera sumartilboð í portúgalska kantmanninn. (Sport)
Bakvörðurinn Milos Kerkez (20), varnarmaður Bournemouth og Ungverjalands, er á blaði Liverpool. (TeamTalk)
Athletic Bilbao vonast til að gera nýjan samning við spænska kantmanninn Nico Williams (22) vegna áhuga frá Barcelona. (Sport)
Getafe er að spá í spænska varnarmanninn Sergio Reguilon (27) sem verður samningslaus hjá Tottenham í júní 2025. (Fichajes)
Al-Ahli í Sádi-Arabíu hyggst gera stórt tilboð í Thibaut Courtois (32) markvörð Real Madrid og Belgíu. (Voetbal 24)
Athugasemdir