Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Van Nistelrooy vill halda áfram hjá Man Utd - Ráðfærði sig við Sir Alex
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy segir að það sé klárt mál að hann vilji halda áfram að starfa fyrir Manchester United eftir að Rúben Amorim tekur við stjórtnartaumunum.

Van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Erik ten Hag, stýrir United til bráðabirgða eftir að Ten Hag var rekinn á mánudag og vann 5-2 sigur gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudaginn.

Van Nistelrooy var greinilega ákveðinn í að njóta stundarinnar enda vissi hann ekki hvort hann fengi fleiri leiki. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn og var mjög líflegur. Hann mun stýra United aftur á sunnudaginn, þegar Chelsea kemur í heimsókn í úrvalsdeildarleik á Old Trafford.

„Ég ákvað að koma hingað aftur af mikilvægri ástæðu. Ég kom hingað til að hjálpa liðinu að verða betra og ég er enn gíraður í að gera það. Ég er klár í að vera áfram í því hlutverki sem ég er beðinn um," segir Van Nistelrooy.

„Ég er með samning um að vera í þjálfarateyminu og sá samningur er út næsta tímabil. Ég vil hjálpa liðinu að verða betra, það er klárlega mitt markmið. Sjáum hvað gerist og hvernig málin þróast."

Van Nistelrooy ræddi við sjálfan Sir Alex Ferguson áður en hann stýrði leiknum gegn Leicester. Upp úr sauð í sambandi þeirra tveggja 2006, þegar Van Nistelrooy var leikmaður United, en það er allt gleymt og grafið.

„Já ég spjallaði við hann. Við ræddum stuttlega um mína stöðu, liðið og hann óskaði mér alls hins besta. Það er alltaf frábært að spjalla við hann," segir Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner