Stígur Diljan Þórðarson, leikmaður Víkings, gekkst nýverið undir vel heppnaða aðgerð á vinstri fæti. Það mátti rekja meiðslin til áverka sem hann hlaut í leik Víkings og KR þann 17. júní síðastliðinn, en þá hafði flísast upp úr ristarbeini.
Í fyrstu var ákveðið að hvíla leikmanninn í þeirri von að beinið myndi gróa. Hann sneri aftur á völlinn átta vikum síðar, þá verkjalaus, og náði nokkrum leikjum síðla sumars. Meiðslin tóku sig hins vegar upp að nýju í 7-0 sigri liðsins á KR þann 14. september.
Í fyrstu var ákveðið að hvíla leikmanninn í þeirri von að beinið myndi gróa. Hann sneri aftur á völlinn átta vikum síðar, þá verkjalaus, og náði nokkrum leikjum síðla sumars. Meiðslin tóku sig hins vegar upp að nýju í 7-0 sigri liðsins á KR þann 14. september.
Í aðgerðinni var fjarlægð beinflís við fimmta ristarbein. Aðgerðin gekk mjög vel og er Stígur byrjaður að stíga í fótinn. Endurhæfingin gengur vel og er reiknað með að hann verði kominn aftur á æfingar með liðinu innan fárra vikna.
Stígur Diljan er 19 ára kantmaður sem byrjaði níu leiki, skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Víkingur vann Bestu deildina á tímabilinu. Hann kom Víkings frá ítalska félaginu Triestina fyrir tæpu ári síðan.
Athugasemdir



