Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Völsungur vonast til að kynna nýjan þjálfara sem fyrst
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Völsungur er án þjálfara eins og er eftir að Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Alli Jói, ákvað að söðla um og taka við liði Þórs/KA. Völsungur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Völsungur er í samningsviðræðum við ónefndan þjálfara og vonast Húsvíkingar til þess að kynna nýjan þjálfara sem fyrst. Fótbolti.net ræddi við Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóra Völsungs, í dag.

„Við vonumst til að geta tilkynnt nýjan þjálfara sem fyrst en það er engin dagsetning kominn. En við teljum okkur vera að nálgast niðurstöðu og erum að vanda okkur við það sem við erum að gera. Við viljum byggja upp starfið okkar á ákveðinn hátt, þurfum að fá aðila sem hentar vel í það og vill taka slaginn með okkur þannig," segir Jónas Halldór.

Hann staðfestir að Völsungur sé í samingsviðræðum við nýjan þjálfara, en vildi ekki segja neitt nafn.

Er eitthvað orðið ljóst varðandi leikmannamál, annað en að Bjarki Baldvinsson er hættur?

„Bjarki er 100% hættur núna segir hann, það er náttúrulega mikil eftirsjá í honum enda frábær leikmaður, einn okkar besti maður síðasta sumar. Maður fyllir aldrei almennilega í svona skarð."

„Það er verið að vinna í leikmannamálum, menn eru jákvæðir eftir gott sumar sem verður byggt ofan á. Við vonumst til að kynna eitthvað á sama tíma og þjálfara,"
segir Jónas Halldór.
Athugasemdir
banner
banner