Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez: Gagnrýni hefur aldrei dregið mig niður
Mynd: EPA
Luis Suarez hefur verið mjög umdeildur á sínum ferli en þessi fyrrum framherjii Barcelona og Liverpool segir að öll gagnrýni hafi aldrei haft áhrif á hann.

Suarez hefur verið dæmdur í bann fyrir að bíta andstæðing í nokkur skipti. Þá var hann dæmdur í bann fyrir rasisma í garð Patrice Evra, fyrrum leikmanns Man Utd og nú síðast var hann dæmdur í bann fyrir að sparka í andstæðing í Bandaríkjunum en hann er leikmaður Inter Miami í dag.

„Ég hugsa oft að ég hef sett gott fordæmi um uppreisn, seiglu og um að halda áfram að berjast. Á hinn boginn hef ég ekki sett gott fordæmi á annan hátt," sagði Suarez.

„Ég lék fyrsta leikinn minn fyrir Nacional 18 ára gamall og þeir gagnrýndu mig fyrir að skora ekki. Svo þegar ég fór til Hollands, þeir sögðu mér að ég væri feitur.. Svo hjá Liverpool réðust þeir á mig fyrir agaleysi mitt. Svo hjá Barcelona, ??fyrir slæma kafla."

„Gagnrýni hefur að lokum styrkt mig; hún hefur aldrei dregið mig niður. Ég hef aldrei sýnt fólki að ég sé niðurdreginn vegna þess að það gagnrýnir mig. Það sem selst best, það er alltaf þannig, er gagnrýni, og þau vilja sjá þig niðurdreginn. Ég hef alltaf reynt að sýna styrk í þeim skilningi. Það er það sem hefur gert mig sterkan,“ sagði Suarez að lokum.
Athugasemdir
banner