Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 19. nóvember 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea ekki tilbúið að lána Jörgensen
Mynd: EPA
Danski markvörðurinn Filip Jörgensen vill fara frá Chelsea til að eiga möguleika á að vera í HM hóp Danmerkur á næsta ári.

Danmörk fer í umspilið í mars eftir tap gegn Skotlandi í gær.

Jörgensen er varamarkvörður Chelsea fyrir Robert Sanchez en hann vill fara í janúar til að fá meiri spiltíma. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum.

TalkSPORT segir hins vegar frá því að Chelsea sé ekki tilbúið að lána hann.
Athugasemdir
banner
banner