Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. desember 2021 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Finnst best að vera í KR og vil vera í KR ef mín bíður hlutverk sem ég er sáttur við"
,,Þarf að vera inn á vellinum til að finnast þetta skemmtilegt
Aron Bjarki eftir leik í sumar.
Aron Bjarki eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistari árið 2019.
Íslandsmeistari árið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarki Jósepsson er samningslaus sem stendur en hann hefur verið hjá KR í áratug, gekk í raðir félagsins frá Völsungi fyrir tímabilið 2011.

Aron er 32 ára varnarmaður sem hefur verið í tiltölulega litlu hlutverki frá árinu 2018 en þá spilaði hann nítján leiki. Tímabilið 2019 spilaði hann fimm deildarleik, níu leiki árið 2020 og á liðinni leiktíð kom hann við sögu í fimm deildarleikjum.

Fótbolti.net ræddi við Aron í dag og spurði hann út í stöðuna. „Akkúrat núna er ég ekki í viðræðum við nein lið. Ég er búinn að fá tilboð héðan og þaðan, ósk um að fara í einhverjar viðræður en ég er bara að bíða aðeins og sjá. Þannig er staðan hjá mér," sagði Aron.

„Ég er að æfa með KR og það er ekki alveg út á borðinu að ég verði þar áfram. Það fer eftir því hvernig staðan hjá KR verður og hvernig staðan á mér verður líka."

Væri það kostur númer eitt að vera áfram í KR?

„Mér finnst alltaf best að vera í KR og vil vera í KR ef mín bíður hlutverk sem ég er sáttur við. Ég þarf að vera eitthvað inn á vellinum til að finnast þetta skemmtilegt."

Hefuru verið sáttur við hlutverkið síðustu ár?

„Mér finnst ég alltaf skipta miklu máli í hópnum og hjá félaginu. Þjálfararnir virða mig og sambandið er mjög gott við þá. En ég hef alls ekki verið sáttur við mínúturnar sem ég hef fengið."

Skoðar stöðuna núna í desember og janúar
Fótbolti.net hafði heyrt af því að Keflavík hafði verið í sambandi við Aron. Er eitthvað til í því?

„Já, ég var búinn að tala aðeins við þá. Það og annað sem hefur verið í boði hefur ekki farið neitt lengra en að það sé áhugi til staðar og hlutirnir gætu litið svona og svona út. Ég hef ekki farið í „hardcore" viðræður eða neitt slíkt. Ég fer að skoða þetta í desember/janúar, sé hvað er í boði fyrir mig, hvernig staðan hjá KR er og hvernig staðan á mér er. Þá mun ég taka mér smá tíma í þetta og negla þetta," sagði Aron Bjarki.

„Skrokkurinn er fínn, búinn að æfa núna í tvær vikur á ágætis tempói og það er allt að gerast."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner