Aston Villa, Tottenham, Manchester United, Chelsea og Arsenal eru meðal félaga sem munu líklega reyna að styrkja sig í janúarglugganum. Guardian tók saman lista yfir tíu leikmenn sem ensk úrvalsdeildarfélög eru líkleg til að reyna við í janúar.
Dusan Vlahovic (21), Fiorentina - Serbinn skoraði sitt tólfta mark á tímabilinu á þriðjudagskvöld. Afskaplega eftirsóttur sóknarmaður sem hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Tottenham.
Amadou Haidara (23), RB Leipzig - Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, þekkir þennan öfluga miðjumann vel enda fékk hann leikmanninn til RB Leipzig á sínum tíma.
Niklas Süle (26), Bayern München - Chelsea hefur áhuga á þessum hávaxna þýska varnarmanni sem verður samningslaus næsta sumar.
Athugasemdir