fim 01. desember 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kanada ætlar að skrifa söguna - Leita enn af fyrsta sigrinum á HM
John Herdman
John Herdman
Mynd: Getty Images

Kanada leikur sinn síðasta leik á HM í Katar í dag þegar liðið mætir Marokkó í F-riðli. Króatía og Belgía mætast í hinum leik riðilsins.


Kanada tapaði leikjunum gegn Króatíu og Belgíu en þetta er aðeins annað heimsmeistaramótið sem landið tekur þáttt í.

Liðið tók fyrst þátt árið 1978 í Mexíkó og tapaði öllum leikjunum í riðlinum og skoraði ekki eitt einasta mark.

Þeir ætla sér að ná í sinn fyrsta sigur á HM í dag.

„Þetta er alvöru tækifæri fyrir leikmennina, fyrir þjóðina til að halda áfram að bæta okkur. Fólkið í fótboltaheiminum hefur beðið eftir Kanada, hafa velt fyrir sér hvernig við myndum mæta. Mér finnst við hafa mætt af krafti og við ætlum að gera það í dag," sagði John Herdman þjálfari kanadíska liðsins.

„Við höldum í gildin okkar og förum í þennan leik með tækifæri til að skrifa söguna. Við höfum tekið stór skref saman og höfum notið síðustu daga, við vitum að það er ekki mikið eftir. Leikmennirnir eru spenntir að spila fyrir fjölskyldur sínar, fyrir stuðningsfólkið á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner