Eins og við greindum frá fyrr í morgun hefur sambandið á milli Enzo Maresca og stjórnenda Chelsea súrnað hratt.
Enskir fjölmiðlar kepptust við að greina frá ósætti á milli stjórnar og þjálfara Chelsea í gær en The Guardian fer skrefi lengra með sína frétt.
Í frétt Guardian er fullyrt að Maresca verði ekki við stjórnvölinn þegar Chelsea heimsækir stórveldi Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Maresca vann HM félagsliða með Chelsea síðasta sumar en slæmt gengi síðustu mánaða og neikvæð ummæli hans í fjölmiðlum eru talin vera meginástæðurnar fyrir brottrekstrinum.
Maresca er 45 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá Chelsea í eitt og hálft ár.
Verði Ítalinn rekinn á næstu dögum mun aðstoðarþjálfarinn Willy Caballero taka tímabundið við stjórn á Chelsea.
Talið er að stjórnendur félagsins vilji ræða við menn á borð við Liam Rosenior, Frank Lampard og Filipe Luís um framtíðarstarf sem aðalþjálfari Chelsea.
01.01.2026 06:00
Súrnar á milli Chelsea og Maresca
Athugasemdir



