Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
banner
   fös 01. desember 2023 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Wales ytra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Við ætluðum að vinna í dag og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þetta var kannski ekki ótrúlega fallegt í 90 mínútur eins og leikur spilaðist þá var þetta svona í dag en ég er mjög stolt af liðinu að hafa náð að klára þetta," sagði Glódís.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í upphafi leiks en það kom meiri ró í mannskapinn eftir að liðið komst yfir.

„Veit ekki hvort það var eitthvað stress í byrjun leiks. Við vorum ekki að þora að halda í boltann og færa hann inn á miðjuna því það var gríðarlega mikið pláss inn á miðjunni. Við vorum aðeins betri með boltann í seinni og skapa okkur betri stöður, heilt yfir er ég mjög ánægð með liðið," sagði Glódís.

„Það breytir leiknum töluvert þegar við fáum 1-0. Eftir að við skorum kemur aðeins meiri ró í okkur. Við þurfum að læra af því að við þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á með boltann."

Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir hófu leikinn saman í miðverðinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inn á sem varamaður undir lokin og breytti Steini þá í fimm manna varnarlínu en Wales minnkaði muninn í uppbótatíma.

Glódís var vonsvikin að fá á sig mark í þessari stöðu.

„Það tekur alltaf smá tíma að finna aftur línurnar. Það er pirrandi þegar við erum komnar með fimm manna línu að þá eigum við ekki að vera í undirtölu inn á teignum," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner