Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   fös 01. desember 2023 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Wales ytra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Við ætluðum að vinna í dag og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þetta var kannski ekki ótrúlega fallegt í 90 mínútur eins og leikur spilaðist þá var þetta svona í dag en ég er mjög stolt af liðinu að hafa náð að klára þetta," sagði Glódís.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í upphafi leiks en það kom meiri ró í mannskapinn eftir að liðið komst yfir.

„Veit ekki hvort það var eitthvað stress í byrjun leiks. Við vorum ekki að þora að halda í boltann og færa hann inn á miðjuna því það var gríðarlega mikið pláss inn á miðjunni. Við vorum aðeins betri með boltann í seinni og skapa okkur betri stöður, heilt yfir er ég mjög ánægð með liðið," sagði Glódís.

„Það breytir leiknum töluvert þegar við fáum 1-0. Eftir að við skorum kemur aðeins meiri ró í okkur. Við þurfum að læra af því að við þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á með boltann."

Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir hófu leikinn saman í miðverðinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inn á sem varamaður undir lokin og breytti Steini þá í fimm manna varnarlínu en Wales minnkaði muninn í uppbótatíma.

Glódís var vonsvikin að fá á sig mark í þessari stöðu.

„Það tekur alltaf smá tíma að finna aftur línurnar. Það er pirrandi þegar við erum komnar með fimm manna línu að þá eigum við ekki að vera í undirtölu inn á teignum," sagði Glódís.


Athugasemdir