Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 01. desember 2023 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Wales ytra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Við ætluðum að vinna í dag og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þetta var kannski ekki ótrúlega fallegt í 90 mínútur eins og leikur spilaðist þá var þetta svona í dag en ég er mjög stolt af liðinu að hafa náð að klára þetta," sagði Glódís.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í upphafi leiks en það kom meiri ró í mannskapinn eftir að liðið komst yfir.

„Veit ekki hvort það var eitthvað stress í byrjun leiks. Við vorum ekki að þora að halda í boltann og færa hann inn á miðjuna því það var gríðarlega mikið pláss inn á miðjunni. Við vorum aðeins betri með boltann í seinni og skapa okkur betri stöður, heilt yfir er ég mjög ánægð með liðið," sagði Glódís.

„Það breytir leiknum töluvert þegar við fáum 1-0. Eftir að við skorum kemur aðeins meiri ró í okkur. Við þurfum að læra af því að við þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á með boltann."

Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir hófu leikinn saman í miðverðinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inn á sem varamaður undir lokin og breytti Steini þá í fimm manna varnarlínu en Wales minnkaði muninn í uppbótatíma.

Glódís var vonsvikin að fá á sig mark í þessari stöðu.

„Það tekur alltaf smá tíma að finna aftur línurnar. Það er pirrandi þegar við erum komnar með fimm manna línu að þá eigum við ekki að vera í undirtölu inn á teignum," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner