Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 01. desember 2023 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Wales ytra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Við ætluðum að vinna í dag og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þetta var kannski ekki ótrúlega fallegt í 90 mínútur eins og leikur spilaðist þá var þetta svona í dag en ég er mjög stolt af liðinu að hafa náð að klára þetta," sagði Glódís.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í upphafi leiks en það kom meiri ró í mannskapinn eftir að liðið komst yfir.

„Veit ekki hvort það var eitthvað stress í byrjun leiks. Við vorum ekki að þora að halda í boltann og færa hann inn á miðjuna því það var gríðarlega mikið pláss inn á miðjunni. Við vorum aðeins betri með boltann í seinni og skapa okkur betri stöður, heilt yfir er ég mjög ánægð með liðið," sagði Glódís.

„Það breytir leiknum töluvert þegar við fáum 1-0. Eftir að við skorum kemur aðeins meiri ró í okkur. Við þurfum að læra af því að við þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á með boltann."

Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir hófu leikinn saman í miðverðinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inn á sem varamaður undir lokin og breytti Steini þá í fimm manna varnarlínu en Wales minnkaði muninn í uppbótatíma.

Glódís var vonsvikin að fá á sig mark í þessari stöðu.

„Það tekur alltaf smá tíma að finna aftur línurnar. Það er pirrandi þegar við erum komnar með fimm manna línu að þá eigum við ekki að vera í undirtölu inn á teignum," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner