Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, tókst að jafna met Wayne Rooney í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City á Anfield í dag.
Salah átti stoðsendinguna á Cody Gakpo snemma leiks og skoraði síðan annað mark liðsins úr vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðuungur var eftir.
Þetta var í 36. sinn sem Salah skorar og leggur upp í sama leiknum í úrvalsdeildinni og hefur hann því jafnað met Wayne Rooney.
Rooney gerði það siðast í leik Everton og Swansea fyrir sjö árum en hann lagði skóna á hilluna fjórum árum síðar.
Salah, sem verður samningslaus eftir tímabilið, hefur 25 leiki til þess að bæta metið. Hann var mögulega að spila sinn síðasta heimaleik gegn Man City.
„Í allri hreinskilni þá er þetta bara í hausnum á mér núna. Eins og staðan er núna þá var þetta síðasti leikurinn sem ég spila gegn Man City, þannig ég ætlaði bara að njóta þess. Andrúmsloftið var magnað og mun ég njóta hverrar sekúndu hér. Vonandi vinnum við deildina og sjáum svo hvað gerist,“ sagði Salah.
36 - Mohamed Salah has scored and assisted in a Premier League game for the 36th time; the joint-most by a player in the competition’s history, equalling Wayne Rooney’s record (36). King. pic.twitter.com/2RZVfB5mtz
— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2024
Athugasemdir