Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Wilder: Liverpool setur frábært fordæmi fyrir okkur
Wilder var ekki sáttur með leikinn.
Wilder var ekki sáttur með leikinn.
Mynd: Getty Images
„Ég er svekktur með frammistöðuna í kvöld," sagði Chris Wilder, stjóri Sheffield United, eftir 2-0 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hrósaði Liverpool. „Ef það er einhvern tímann dæmi um lið sem er að standa sig vel og er með þrá í að standa sig vel, þá er það Liverpool."

„Fyrstu boltarnir, seinni boltarnir, að hlaupa fram völlinn, tæklingar, varnarleikur, að vera aggressívir; þeir (Liverpool) gerðu þetta allt vel. Þeir setja frábært fordæmi fyrir okkar lið."

„Við vorum ekki í takt við leikinn. Kannski tók Manchester City meira úr strákunum en ég gerði mér grein fyrir. Markvörðurinn hélt okkur inn í leiknum."

„Við urðum að spila mjög vel til að fá eitthvað úr leiknum og við gerðum það ekki... við vorum gersigraðir í kvöld," sagði Wilder.

Þrátt fyrir slaka frammistöðu í kvöld hafa nýliðar Sheffield United komið mörgum á óvart á þessu tímabili. Liðið er sem stendur í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner