Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Fraser Forster til Bournemouth (Staðfest)
Mynd: EPA
Markvörðurinn Fraser Forster er búinn að gera skammtímasamning við Bournemouth sem gildir út tímabilið.

Forster er 37 ára gamall og kemur á frjálsri sölu eftir að hafa verið án félags frá síðasta sumri.

Forster rann út á samningi hjá Tottenham síðasta sumar en hann hefur einnig spilað Celtic og Southampton á ferlinum, auk lánsdvala hjá Norwich, Bristol Rovers og Stockport County.

Bournemouth dýfði sér á markaðinn eftir að Will Dennis varamarkvörður liðsins meiddist á æfingu. Ekki er ljóst hversu lengi hann verður frá keppni.

Forster verður í leikmannahópi Bournemouth sem spilar við topplið Arsenal á morgun.


Athugasemdir
banner
banner