Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Al-Hilal gætu skipt á leikmönnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Inter er í viðræðum við Sádi-Arabana í Al-Hilal um möguleg félagaskipti tveggja leikmanna.

Inter hefur mikinn áhuga á að krækja í vængbakvörðinn fjölhæfa Joao Cancelo sem býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa meðal annars spilað fyrir Juventus, Manchester City, FC Bayern og Barcelona á glæsilegum ferli.

Cancelo þekkir til hjá Inter eftir að hafa leikið fyrir liðið á láni tímabilið 2017-18. Hann er 31 árs gamall og á 64 landsleiki að baki fyrir Portúgal.

Fleiri félög eru áhugasöm um Cancelo þar sem Barcelona og Juventus hafa meðal annars verið nefnd til sögunnar.

Cancelo fær mjög lítinn spiltíma hjá Al-Hilal þar sem félagið kaus að skrá hann ekki til leiks í sádi-arabísku deildinni vegna reglna deildarinnar varðandi takmarkanir á erlendum leikmönnum. Cancelo spilar því eingöngu í bikarnum og asísku Meistaradeildinni og hefur sýnt mikla fagmennsku þrátt fyrir lítinn spiltíma. Hann hefur staðið sig mjög vel þegar hann fær að spila.

Talið er að bakvörðurinn vilji fá meiri spiltíma á seinni hluta ferilsins. Hann vill vera í góðu standi þegar HM ber að garði næsta sumar og tryggja sér byrjunarliðssæti.

Cancelo er með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Al-Hilal, en félagið er einnig í viðræðum við Inter um félagaskipti fyrir miðvörðinn þaulreynda Francesco Acerbi.

Simone Inzaghi þjálfari Al-Hilal þekkir mjög vel til Acerbi eftir að hafa þjálfað hann hjá Lazio og Inter í ítalska boltanum. Acerbi er 37 ára gamall og aðeins með hálft ár eftir af samningi.

   31.12.2025 12:10
Stórlið á eftir Joao Cancelo

Athugasemdir
banner
banner