Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 15:38
Elvar Geir Magnússon
Savinho ekki með á sunnudag - Rodri og Doku spiluðu í gær
Savinho á æfingu með City.
Savinho á æfingu með City.
Mynd: EPA
Manchester City og Chelsea mætast á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola greindi frá því á fréttamannafundi í dag að vængmaðurinn Savinho yrði ekki með í leiknum.

Brasilíumaðurinn fór meiddur af velli í seinni hálfleik þegar City gerði markalaust jafntefli gegn Sunderland í gær.

Rodri og Jeremy Doku eru mættir af meiðslalistanum og komu báðir inn af bekknum í gær. Rodri hefur gengið í gegnum erfið meiðsli og Doku var frá í um mánuð.

„Það þarf að fara varlega með þá. Ég mun ráðfæra mig við læknana og sjúkraþjálfarana," segir Guardiola.

Manchester City er fjórum stigum frá toppliði Arsenal eftir jafnteflið í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner