Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 02. janúar 2026 16:30
Elvar Geir Magnússon
Slot: Það eru tvö lið í titilbaráttunni
Mynd: EPA
Arne Slot lýsir fyrri helmingi keppnistímabilsins sem stöðugri baráttu. Hann segist ekki hugsa um titilbaráttuna, hún sé einvígi milli Arsenal og Manchester City.

Liverpool hefur verið mjög ósannfærandi á tímabilinu og er tólf stigum á eftir forystusauðunum í Arsenal.

„Það eru bara tvö lið sem eru í raunhæfum titilmöguleika. Aston Villa er nálægt en Arsenal bjó til gjá með því að vinna Villa," segir Slot.

„Við höfum átt í okkar vandræðum. Úrslitin voru góð til að byrja með en leikirnir mjög jafnir. Svo kom kafli þar sem úrslitin féllu ekki með okkur í jöfnu leikjunum. Nú eru komnir átta leikir án ósigurs en hver einasti leikur er erfiður."

„Þetta hefur verið stöðug barátta í gegnum þessa leiki. Varnarleikurinn er orðinn betri en við þurfum að skapa meira á hinum enda vallarins," segir Slot en Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn Leeds í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner