Fiorentina er búið að staðfesta komu ísraelska kantmannsins Manor Solomon á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Solomon gengur til liðs við Fiorentina á láni frá Tottenham en hann varði fyrra hluta tímabilsins hjá Villarreal.
Hann fékk lítinn spiltíma hjá spænska liðinu og vonast til að fá fleiri tækifæri eftir félagaskiptin til Fiorentina, sem er afar óvænt á botni ítölsku deildarinnar með aðeins einn sigur og níu stig eftir 17 umferðir.
Solomon er 26 ára gamall og gerði mjög góða hluti á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð þar sem hann hjálpaði liðinu upp úr Championship deildinni.
Albert Guðmundsson er byrjunarliðsmaður hjá Fiorentina en hefur ekki verið í miklu stuði á leiktíðinni líkt og aðrir leikmenn liðsins.
Manor Solomon é Viola??????#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/sQ0NRGLz7B
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) January 2, 2026
Athugasemdir


