Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   fös 02. janúar 2026 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Arambarri jafnaði í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rayo Vallecano 1 - 1 Getafe
1-0 Jorge De Frutos Sebastian ('45+1)
1-1 Mauro Arambarri ('91)

Rayo Vallecano tók á móti Getafe í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og voru heimamenn sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Bæði lið fengu færi til að skora en heimamenn voru hættulegri í sínum aðgerðum og tóku forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Jorge De Frutos skoraði eftir sendingu frá Unai López.

Síðari hálfleikurinn var jafnari en sá fyrri og afar tíðindalítill. Það var lítið að frétta þar til undir lokin, þegar gestirnir náðu að pota inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. Miðjumaðurinn Mauro Arambarri skoraði með frábærum skalla eftir aukaspyrnu til að bjarga stigi.

Lokatölur 1-1 og eru tvö stig sem skilja liðin að í neðri hluta deildarinnar. Getafe er með 21 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum meira en Vallecano.

Vallecano og Getafe eiga afar spennandi heimaleiki í næstu umferð í La Liga, gegn fallbaráttuliðum Mallorca og Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner
banner