Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem topplið Al-Nassr tapaði sínum fyrsta leik á deildartímabilinu.
Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliðinu en tókst ekki að skora í 3-2 tapi gegn Al-Ahli.
Al-Nassr var með fullt hús stiga áður en liðið gerði jafntefli í síðustu umferð en í dag beið liðið ósigurs. Ivan Toney sökkti stórveldinu með tveimur mörkum og stoðsendingu.
Toney skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en Abdulelah Al-Amri jafnaði með tvennu svo staðan var 2-2 í leikhlé.
Tyrkneski miðvörðurinn Merih Demiral gerði svo sigurmarkið í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Toney.
Joao Félix og Kingsley Coman leiddu sóknarlínu Al-Nassr ásamt Ronaldo í dag en þeim tókst hvorki að skora né leggja upp mark. Marcelo Brozovic og Inigo Martínez voru einnig í byrjunarliðinu.
Enzo Millot var ónotaður varamaður í sigurliði Al-Ahli, sem leikur undir stjórn Matthias Jaissle.
Al-Ahli er í fjórða sæti með 25 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á eftir Al-Nassr.
Georginio Wijnaldum er í fantastuði þessa dagana og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Al-Ettifaq, en hann er kominn með sjö mörk og stoðsendingu í síðustu fimm leikjum liðsins.
Al-Ettifaq er í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 umferðir. Moussa Dembélé, Marek Rodak, Ondrej Duda og Álvaro Medrán eru meðal leikmanna liðsins.
Að lokum skildu Al-Najma og Al-Khaleej jöfn, 1-1. Joshua King, fyrrum leikmaður Bournemouth og Blackburn, skoraði í leiknum.
Al-Ahli 3 - 2 Al-Nassr
1-0 Ivan Toney ('7)
2-0 Ivan Toney ('20)
2-1 Abdulelah Al Amri ('31)
2-2 Abdulelah Al Amri ('44)
3-2 Merih Demiral ('55)
Al-Ettifaq 2 - 0 Al-Okhdood
1-0 Georginio Wijnaldum ('54)
2-0 Georginio Wijnaldum ('76, víti)
Al-Najma 2 - 2 Al-Khaleej
1-0 Lazaro ('50)
1-1 G. Masouras ('72)
1-2 Joshua King ('74)
2-2 Samir Caetano ('96)
Rautt spjald: M. Kanabah, Al-Khaleej ('93)
Athugasemdir




