sun 02. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferran semur við Hött/Hugin (Staðfest)
Ferran í leik með Aftureldingu.
Ferran í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur/Huginn hefur náð samkomulagi við Spánverjann Fernando Garcia Castellanos um að spila með liðinu næsta sumar.

Viðar Jónsson, þjálfari Hattars/Hugins, þekkir vel til leikmannsins. Ferran spilaði undir stjórn Viðars hjá Leikni Fáskrúðsfirði sumarið 2015.

Sumarið 2015 gerði hann tíu mörk í 21 leik í 2. deild karla með Leiknismönnum. Fyrir sumarið 2016 samdi hann við Aftureldingu og lék hann í Mosfellsbæ í tvö sumur.

Ferran er leikinn og áræðinn og getur leyst þrjár fremstu stöðurnar á vellinum.

„Við hlökkum til að sjá Ferran í treyjunni okkar á vellinum í sumar," segir í tilkynningu Hattars/Hugins.

Höttur/Huginn er í 3. deild karla, en liðið hafnaði í sjötta sæti síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner