Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. febrúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimm ungir semja við Breiðablik
Númi í leik með U19 á síðasta ári.
Númi í leik með U19 á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik hefur síðustu daga framlengt samninga sína við unga og efnilega leikmenn hjá félaginu. Arnar Númi Gíslason, Viktor Elmar Gautason, Tómas Orri Róbertsson, Ásgeir Helgi Orrason og Dagur Örn Fjeldsted hafa allir skrifað undir nýja samninga við félagið. Allir skrifa þeir undir samninga sem gilda út tímabilið 2025.

Arnar Númi er vinstri bakvörður fæddur árið 2004 en hann lék á seinasta tímabili með Fjölni í Lengjudeildinni þar sem hann spilaði 21 leik í deild og bikar. Númi á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin. Hann kom frá Haukum fyrir tímabilið 2021.

Viktor Elmar er sömuleiðis vinstri bakvörður. Hann verður tvítugur á þessu ári en hann lék fimm leiki í deild og bikar með meistaraflokki Breiðabliks á seinasta tímabili ásamt því að koma við sögu í Evrópuleik.

Tómas er fæddur árið 2004 og er efnilegur miðjumaður. Hann hefur undanfarnar vikur stigið inn í hóp meistaraflokks.

Ásgeir er miðvörður sem verður 18 ára á árinu og hefur undanfarið komið inn í æfingahóp meistaraflokksins.

Dagur Örn er vængmaður sem fæddur er árið 2005. Hann er æfingahópi meistaraflokksins um þessar mundir og hefur vakið athygli á vellinum að undanförnu,
Athugasemdir
banner