Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. febrúar 2023 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Caicedo gagnrýnir Brighton
Mynd: EPA

Manuel Sierra umboðsmaður Moises Caicedo leikmanns Brighton gagnrýnir félagið fyrir að hafna tilboði Arsenal í leikmanninn.


Arsenal sýndi leikmanninum mikinn áhuga en liðið gerði tvö tilboð í hann, það síðara hljóðaði upp á 70 milljónir punda. Arsenal keypti í staðinn Jorginho frá Chelsea.

„Þeir fengu tilboð, þeir fá þetta tilboð og Moises segir að hann vilji fara og þetta hafi verið hans draumur allt sitt líf. Þetta er tækifæri sem gæti ekki komið upp aftur," sagði Sierra.

Caicedo reyndi allt til að koma sér burt frá félaginu en það tókst ekki og er hann mættur aftir til æfinga hjá Brighton.

„Caicedo er góður strákur. Við sjáum til hvað gerist. Vonandi verður hann áfram hjá okkur en þetta veltur á félaginu og honum sjálfum," sagði Ítalinn. Við gerum öll mistök í þessu lífi. Við sjáum hver besta niðurstaðan verður fyrir félagið, fyrir Caicedo og fyrir okkur," sagði De Zerbi rétt fyrir lok félagsskiptagluggans.


Athugasemdir