Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   fös 02. febrúar 2024 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik samþykkir tilboð frá Halmstad í Gísla Eyjólfs
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson færist nær því að ganga í raðir Halmstad en Breiðablik hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net samþykkt tilboð frá sænska félaginu í Gísla.

Gísli er 29 ára miðjumaður, algjör lykilmaður í liði Breiðabliks og hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár. Hann skoraði þrjú mörk í 15 Evrópuleikjum og sjö mörk í Bestu deildinni á liðinni leiktíð. Hann lagði upp fjögur mörk í deildinni, eitt í Evrópu og eitt í Mjólkurbikarnum.

Halmstad fylgist greinilega vel með íslensku deildinni því í síðasta mánuði fékk félagið Birni Snæ Ingason í sínar raðir frá Víkingi.

Gísli hefur spilað í Svíþjóð á sínum ferli. Hann var leikmaður Mjällby fyrri hluta tímabilsins 2019.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, sagði frá því á X (áður Twitter) í dag að Gísli væri búinn að kveðja samherja sína í Breiðabliki.


Athugasemdir
banner
banner
banner